Endurnýting gagna
Sækja má og nýta öll gögn sem eru í opnum aðgangi hjá GAGNÍS án endurgjalds svo lengi sem notkun þeirra er ekki í hagnaðarskyni.
Rannsakendur, nemendur og kennarar frá hvaða fagsviði, stofnun, fyrirtæki eða landi sem er geta sótt gögn úr gagnagrunni GAGNÍS. Áður en hlaða má niður gögnum þurfa notendur að samþykkja notendaskilmála GAGNÍS. Um flest gagnasöfnin gildir Creative Commons-notendaleyfi (CC BY-NC-SA 4.0) en það veitir öðrum rétt til að nota, deila og aðlaga gögnin, að því gefnu að:
- Vísað er í höfund/eiganda gagnanna á viðeigandi hátt (þar sem m.a. DOI númer gagnasafns kemur fram)
- Hlekkur að CC-BT-NC-SA 4.0 leyfinu sé gefinn upp (https://creativecommons.org/licenses/by-nc-sa/4.0/)
- Tilgreindar séu þær breytingar sem gerðar eru á efninu og einnig fyrri breytingar ef við á
- Aðlöguð gögn, þ.e. gögn sem hefur verið breytt eða byggt hefur verið ofan á, séu dreifð samkvæmt sama leyfissamningi eða skilmálum og upprunalegu gögnin. Ekki er heimilt að koma í veg fyrir notkun annarra á aðlagaða efninu á neinn hátt, hvorki með tæknilegum eða lagalegum leiðum.
Þegar gögn eru notuð í kennslu er gerð sú krafa að nemendur sæki gögnin í gagnagrunn GAGNÍS og samþykki notendaskilmála gagnaþjónustunnar.