GAGNÍS er þjónustuaðili Samtaka evrópskra gagnavarðveislusafna í félagsvísindum (CESSDA ERIC) á Íslandi og tekur við rannsóknagögnum, hýsir þau í opnum aðgangi og tryggir vísindasamfélaginu og almenningi aðgengi að þeim til framtíðar án endurgjalds. GAGNÍS er samstarfsverkefni Háskólans á Akureyri, Háskólans á Bifröst, Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík.


Hvers vegna rannsóknagögn í opnum aðgangi?