Gögn úr alþjóðlegum rannsóknum
Finna má rannsóknagögn sem varða Ísland hjá ýmsum alþjóðlegum varðveislugagnasöfnum. Hér að neðan eru nokkur dæmi.
CESSDA Data Catalogue
Samtök varðveislugagnasafna í félagsvísindum (CESSDA) bjóða uppá miðlæga leit í skrám aðildarsafna sinna.
https://datacatalogue.cessda.eu/
Gögn úr alþjóðlegum samanburðarrannsóknum
Gögn úr alþjóðlegum samanburðarrannsóknum sem Ísland hefur tekið þátt í eru stundum varðveitt í alþjóðlegum varðveislugagnasöfnum. Hér eru nokkur dæmi um slíkar rannsóknir:
International Social Survey Programme (ISSP) er verkefni sem var komið á fót árið 1984 og leitas við að meta ýmis viðfangsefni sem hafa þýðingu fyrir félagsvísindalegar rannsóknir
European Values Study var fyrst gerð árið 1981 og veitir einstaka innsýn í hugmyndir, viðhorf, gildi og skoðanir íbúa um alla Evrópu á margvíslegum mannlegum málefnum eins og trúarbrögðum, fjölskyldutengslum, atvinnu, stjórnmálum og á samfélaginu í heild sinni.
European Social Survey er alþjóðlegt langtíma rannsóknarverkefni sem er hannað til að kortleggja og öðlast dýpri skilning á langtíma viðhorfsbreytingum Evrópubúa til margvíslegra félagslegra málefna. Fyrsta könnunin var gerð árið 2001, en þær eru gerðar á tveggja ára fresti.