Lýsigögn

Lýsigögn (metadata) innihalda staðlaðar upplýsingar sem eru lýsandi fyrir gögnin og sjá til þess að aðrir geti fundið þau og áttað sig á inntaki og samhengi þeirra. Þar eru að finna ýmsar mikilvægar upplýsingar m.a. um tilgang rannsóknar, hvernig gögnum var safnað, á hvaða tímabili gagnasöfnun fór fram. Einnig fela þau í sér upplýsingar um hvaða notendaleyfi og aðgangsskilyrði eiga við um gögnin og hvernig sækja má um aðgang að þeim ef um stýrðan aðgang er að ræða. Lýsigögn eru ávallt gefin út með Creative Commons CC0 1.0 Universal leyfi sem þýðir að allir hafa aðgang að lýsigögnunum og geta nýtt upplýsingar úr þeim á þann hátt sem hentar.  

 

Hvaða upplýsingar þurfa að koma fram í lýsigögnum hjá GAGNÍS?

Þegar gögn eru sett í opinn aðgang hjá GAGNÍS þurfa ákveðin lýsigögn að fylgja þeim (sjá í töflu). Lýsigögn GAGNÍS taka mið af alþjóðlegum lýsigagnastaðli Data Documentation Initiative (DDI), en sá staðall hentar vel fyrir margskonar vísindagögn m.a. í félags- og menntavísindum, og lýsigagnastaðli Samtaka evrópskra gagnaþjónusta í félagsvísindum (CESSDA Metadata Model).    

Unnt er að fá form til að forskrá nauðsynleg lýsigögn með því að senda fyrirspurn á netfangið gagnis@hi.is 

 

Yfirlit yfir nauðsynleg lýsigögn 

Lýsigögn Skýring Dæmi  
Heiti gagna Heiti gagnasafns eða upprunalegrar rannsóknar. Könnun um aðlögun innflytjenda á Íslandi
Annað heiti Annað heiti sem notað er um gagnasafn eða rannsókn Samfélög án aðgreiningar
Höfundur/Höfundar  Nafn höfunda(r), eða heiti stofnunar. Markus Meckl, Háskólinn á Akureyri
Tengiliður   Nafn tengiliðs og aðsetur, eða heiti stofnunar sem svarar fyrirspurnum varðandi gagnasafnið.  Markus Meckl, Háskólinn á Akureyri, markus(hjá)unak.is
Lýsing/Útdráttur  Ágrip sem lýsir tilgangi, eðli og umfangi gagnasafns. Könnunin er hluti af rannsóknarverkefninu...
Rannsóknarsvið Rannsóknarsvið/fræðasvið rannsóknar (eitt eða fleiri valin úr fellilista). Félagsvísindi
Leitarorð/Efnisorð  3-5 hugtök sem lýsa mikilvægum þáttum gagnasafnsins. Hér er stuðst við kerfisbundna íðorðaskrá CESSDA (ELSST multilingual thesaurus) og aðeins notuð hugtök sem þar er að finna: https://thesauri.cessda.eu/elsst/en/ Immigration, International migration, Social issues
Efnisflokkun  1-5 efnisflokkar sem lýsa viðfangsefni gagnasafns á breiðum grundvelli. Hér er stuðst við efnisflokkunarskrá CESSDA (CESSDA Topic classification) og aðeins notuð hugtök sem þar er að finna: https://vocabularies.cessda.eu/vocabulary/TopicClassification Demography.Migration; SocietyAndCulture.SocialBehaviourAndAttitudes
 
Tungumál  Tungumál gagnaskrár og fylgigagna (eitt eða fleiri) Íslenska
Framkvæmdaraðili  Aðili sem annaðist framkvæmd rannsóknar (producer), nafn einstaklings eða stofnunar. Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri
Framkvæmdarstaður  Staður þar sem rannsókn/gagnasöfnun fór fram (land eða landshluti) Ísland
Þátttakandi aðili/aðilar Aðili/aðilar sem koma að söfnun og meðhöndlun gagna í skilgreindum hlutverkum Markus Meckl (Project leader), Anna Soffía Vikingsdóttir (Data Manager)
Dreifingaraðili Nafn gagnaþjónustu sem hýsir gögnin Gagnaþjónusta félagsvísinda á Íslandi (GAGNÍS)
Dagsetning dreifingar Dagsetning þegar gagnasafn er tilbúið til almennrar dreifingar 2023-12-21
Framleggjandi gagna  Aðili sem leggur til gögnin (depositor), nafn einstaklings eða stofnunar. Gagnaþjónusta félagsvísinda á Íslandi (GAGNÍS)
Dagsegning birtingar Dagsetning þegar gagnasafn er birt á vef 2024-01-02
Tímabil gagnasöfnunar (upphaf og lok)  Tímabil þar sem gagnasöfnun fór fram (ár-mán-dagur). Start: 2018-10-01; End: 2018-12-15
Tegund gagna Tegund gagna Survey data
Forrit  Forrit (eitt eða fleiri) sem notast var við og útgáfunúmer forrits. SPSS 29.0
Landssvæði Land/landsvæði sem rannsóknin tekur til. Ísland