Í gagnagrunni GAGNÍS má finna ýmis áhugaverð gögn sem hægt er að nota meðal annars í rannsóknum og kennslu. Sækja má og nýta gögnin án endurgjalds að því gefnu að notkun þeirra sé ekki í hagnaðarskyni.
Nesstar gagnagrunnur
Félagsvísindastofnun og GAGNÍS starfræktu um nokkurt skeið Nesstar gagnagrunn en aðgangi að honum hefur nú verið lokað. Öll gagnasöfn sem þar voru að finna eru nú aðgengileg í gegnum Dataverse kerfi GAGNÍS.