Gögn í aðgangi GAGNÍS

Í gagnagrunni GAGNÍS má finna ýmis áhugaverð gögn sem hægt er að nota meðal annars í rannsóknum og kennslu. Sækja má og nýta gögnin án endurgjalds að því gefnu að notkun þeirra sé ekki í hagnaðarskyni.

Dataverse gagnagrunnur GAGNÍS

GAGNÍS notar alþjóðlega viðurkennt gagnagrunnskerfi, Dataverse, sem þróað er af Harvard háskóla til að hýsa rannsóknagögn í samræmi við FAIR viðmið um umsýslu vísindagagna

Dataverse gagnagrunnur GAGNÍS gefur notendum kost á því að:

  • hlaða niður tiltekinni gagnaskrá hvort sem er á formi SPSS skrár, Tab-Delimited eða Rdata  
  • skoða lýsigögn sem eru á stöðluðu formi og gefa helstu upplýsingar um gögnin
  • sækja fylgiskjöl sem innihalda m.a. upplýsingar um framkvæmd og úrtak rannsóknar, spurningalista og kóðun breyta í gagnaskrá

Leiðbeiningar á íslensku um hvernig skoða má og sækja gögn í Dataverse 

Image

Nesstar gagnagrunnur 

Félagsvísindastofnun og GAGNÍS starfræktu um nokkurt skeið Nesstar gagnagrunn en aðgangi að honum hefur nú verið lokað. Öll gagnasöfn sem þar voru að finna eru nú aðgengileg í gegnum Dataverse kerfi GAGNÍS.