Persónurekjanleiki
Hafa ber í huga að ef margar breytur eða mikilvægar upplýsingar eru fjarlægðar úr gagnaskrá getur það dregið verulega úr notagildi gagnanna. Þá getur komið til álita að setja gagnaskrá í stýrðan aðgang þar sem gerðar eru strangari kröfur til notenda.
Mat á persónurekjanleika
Dæmi: Aldur og hjúskaparstaða eru ekki augljós persónuauðkenni, en hvað ef einn þátttakandi er 18 ára og fráskilinn?
Nota má sérhæfð forrit eða skipanir (scripts) til að greina mynstur í gögnum sem ekki endilega eru augljós en geta valdið því að svör eru rekjanleg til einstaklinga. Þá er mikilvægt að treysta ekki um of á slík forrit og taka einnig mið af sérfræðiþekkingu á því fræðasviði sem gögnin taka til.
Svör í textabreytum
Einnig þarf að athuga vel svör í textabreytum (string variables), sem innihalda frjáls svör þátttakenda. Þar geta ýmsar upplýsingar leynst sem eru rekjanlegar með beinum eða óbeinum hætti.
Dæmi: Einstaklingur kveðst hafa setið í bæjarstjórn undanfarin ár.
Dæmi: Óvenju hár fermetrafjöldi einbýlishúss í fámennu bæjarfélagi.
Aðgerðir sem stuðla að því að draga úr persónurekjanleika
Eins og áður hefur komið fram er nauðsynlegt að fjarlægja öll bein persónuauðkenni úr gagnaskrá hvort sem gögnin fara í opinn eða stýrðan aðgang. Að auki er mikilvægt að bregðast við óbeinum auðkennum sem geta valdið því að gögnin eru rekjanleg til einstaklinga. Í töflunni hér að neðan er að finna yfirlit yfir helstu aðferðir til að draga úr rekjanleika vegna beinna og óbeinna persónuauðkenna.
Bein persónuauðkenni | Dæmi |
Eyða breytum sem innihalda bein persónuauðkenni | Breyta sem inniheldur t.d. kennitölur, nöfn, netföng, símanúmer, póstnúmer, auðkenni frá þriðja aðila, upplýsingar um vinnustað/starf, ökutækjaskráningu, bankareikningsnúmer, IP tölur, nemendaauðkenni. |
Svör við opnum spurningum | Dæmi |
Greina ítarlega svör við opnum spurningum sem eru að finna í textabreytum (string variables) --> breyta (dulkóða) eða eyða svörum sem innihalda rekjanlegar upplýsingar --> Ef mörg opin svör eru af svipuðum toga má útbúa breiða flokkabreytu sem nær utan um þau svör. |
Svar þátttakanda: "Móðir mín kemur frá Líbíu og hefur búið á Íslandi í sex ár" --> Eyða svari eða dulkóða. Ef fleiri svara á þennan máta kemur til álita að útbúa flokkabreytu sem nær yfir þau svör (t.d. "Náinn ættingi flutti til Íslands fyrir nokkrum árum"). |
Bakgrunnsbreytur (demographic variables) | Dæmi |
Aldur --> flokka (categorise) í aldurshópa. Ef færri en 20 einstaklingar eru á tilteknum aldri kemur til álita að skilgreina víðara aldursbil sem nær yfir þann aldur, t.d. flokka alla sem eru eldri en 75 ára í sama flokk (þ.e. "75 ára og eldri"). |
15-19 ára |
Staða á vinnumarkaði --> flokka þannig að eru að lágmarki 20 einstaklingar í hverjum hópi |
Í fullu starfi |
Menntunarsvið --> flokka þannig að eru að lágmarki 20 einstaklingar í hverjum hópi (nota t.d. ISCED-F flokkun). |
Verkfræði |
Menntunargráða (ISCED flokkun) --> nota aðeins breiða flokka (að hámarki tveggja stafa tölur) en ekki ítarlegri flokkun í undirhópa. |
Barnaskólapróf |
Fjöldi ára í námi --> flokka þannig að eru að lágmarki 20 einstaklingar í hverjum hópi |
0-4 ár |
Tekjur --> flokka í breiða flokka | Undir 400.000 kr. á mánuði Á bilinu 400.000-600.000 kr. á mánuði o.s.frv. |
Fjöldi einstaklinga á heimili --> flokka þannig að eru að lágmarki 20 einstaklingar í hverjum hópi | 1 einstaklingur 2 einstaklingar 3 einstaklingar 4 einstaklingar > 5 einstaklingar |
Móðurmál --> flokka þannig að eru að lágmarki 20 einstaklingar í hverjum hópi |
Íslenska |
Heilsufarsupplýsingar --> flokka þannig að eru að lágmarki 20 einstaklingar í hverjum hópi |
Þjáist af þunglyndi: |
Fæðingarland --> nota landa- og svæðaflokkun Sameinuðu þjóðanna (UN M49); nota breiðari flokka ef færri en 20 einstaklingar eru frá tilteknu landi/svæði. |
Austur-Afríka |
Starf --> nota alþjóðlega starfaflokkun ISCO; nota breiðari flokka ef færri en 20 einstaklingar og/eða sérhæfður starfsvettvangur. (Sjá einnig ÍSTARF21, Hagstofa Íslands). | Afgreiðslustörf á kassa í verslunum og stórmörkuðum Kennsla á framhaldsskólastigi Sérhæfð störf við fiskiðnað o.s.frv. |