Lýsigögn

Lýsigögn (metadata) innihalda staðlaðar upplýsingar sem eru lýsandi fyrir gögnin og sjá til þess að aðrir geti fundið þau og áttað sig á inntaki og samhengi þeirra. Þar eru að finna ýmsar mikilvægar upplýsingar m.a. um tilgang rannsóknar, hvernig gögnum var safnað, á hvaða tímabili gagnasöfnun fór fram. Einnig fela þau í sér upplýsingar um hvaða notendaleyfi og aðgangsskilyrði eiga við um gögnin og hvernig sækja má um aðgang að þeim ef um stýrðan aðgang er að ræða. Lýsigögn eru ávallt gefin út með Creative Commons CC0 1.0 Universal leyfi sem þýðir að allir hafa aðgang að lýsigögnunum og geta nýtt upplýsingar úr þeim á þann hátt sem hentar.  

 

Hvaða upplýsingar þurfa að koma fram í lýsigögnum hjá GAGNÍS?

Þegar gögn eru sett í opinn aðgang hjá GAGNÍS þurfa ákveðin lýsigögn að fylgja þeim (sjá í töflu). Lýsigögn GAGNÍS taka mið af alþjóðlegum lýsigagnastaðli Data Documentation Initiative (DDI), en sá staðall hentar vel fyrir margskonar vísindagögn m.a. í félags- og menntavísindum, og lýsigagnastaðli Samtaka evrópskra gagnaþjónusta í félagsvísindum (CESSDA Metadata Model).    

 

Yfirlit yfir nauðsynleg lýsigögn 

Lýsigögn Skýring Dæmi  
Titill  Titill gagnasafns eða upprunalegrar rannsóknar. Íslenska kosningarannsóknin 2017
Höfundur/Höfundar  Nafn höfunda(r), eða heiti stofnunar. Anna Jónsdóttir, Háskóli Íslands
Tengiliður   Nafn tengiliðs og aðsetur, eða heiti stofnunar sem svarar fyrirspurnum varðandi gagnasafnið.  Jón Jónsson, Háskóli Íslands, jónj(hjá)hi.is
Lýsing/Útdráttur  Ágrip sem lýsir tilgangi, eðli og umfangi gagnasafns.  
Viðfangsefni  Viðfangsefni/fræðasvið rannsóknar (ef fleiri en eitt orð, aðgreint með semikommu). Félagsvísindi; menntavísindi
Leitarorð/Efnisorð  5-7 hugtök sem lýsa mikilvægum þáttum gagnasafnsins. Hér er stuðst við kerfisbundna efnisorðaskrá CESSDA (ELSST multilingual thesaurus) og aðeins notuð hugtök sem þar er að finna: https://thesauri.cessda.eu/elsst/en/ Accountability; health behaviour, trust in government
Efnisflokkun  5-7 hugtök sem lýsa viðfangsefni gagnasafns á breiðum grundvelli. Hér er stuðst við efnisflokkunarskrá CESSDA (CESSDA Topic classification) og aðeins notuð hugtök sem þar er að finna: https://vocabularies.cessda.eu/vocabulary/TopicClassification Public health; censuses; education
 
Tungumál  Tungumál gagnaskrár. Íslenska; enska
Styrktaraðili/Fjárveiting  Aðili sem veitti fjármagn í upprunalega rannsókn/gagnasöfnun og styrknúmer verkefnis (setja "Á ekki við" ef enginn). Rannsóknarsjóður Háskóla Íslands
Framkvæmdaraðili  Aðili sem annaðist framkvæmd rannsóknar (producer), nafn einstaklings eða stofnunar. Félagsvísindastofnun
Framleiðslustaður  Staður þar sem rannsókn/gagnasöfnun fór fram (land eða landshluti) Ísland
Framleggjandi gagna  Aðili sem leggur til gögnin (contributor), nafn einstaklings eða stofnunar. Félagsvísindastofnun
Tímabil gagnasöfnunar (upphaf og lok)  Tímabil þar sem gagnasöfnun fór fram (ár-mán-dagur). Start: 2017-10-30; End: 2018-02-02
Tegund gagna  Tegund gagna. Spurningalisti
Forrit  Forrit (eitt eða fleiri) sem stuðst var við og útgáfunúmer forrits. SPSS 26.0
Landfræðilegt umfang  Land/landsvæði sem rannsóknin tekur til. Ísland
Grunneining úrtaks  Grunneining úrtaks. Einstaklingar
Þýði  Upplýsingar um þýðið sem rannsóknin tekur til. Allir einstaklingar 18 ára og eldri 
Tímasnið  Tímasnið rannsóknar (time method). Þversniðsrannsókn
Gagnasöfnun  Aðili sem annaðist gagnasöfnun (data collector), nafn einstaklings eða stofnunar. Félagsvísindastofnun
Aðferð við val á úrtaki  Aðferð við val á úrtaki (sampling procedure). Úr þjóðskrá var dregið einfalt tilviljunarúrtak einstaklinga
Aðferð við gagnasöfnun  Aðferð við gagnasöfnun (collection mode).   Símakönnun; netpanelkönnun
Tegund matstækis/matstækja  Tegund matstækis eða matstækja. Spurningalisti; netkönnun

 

Dæmi um valkvæð lýsigögn

Lýsigögn Skýring Dæmi  
Tengt efni Efni sem tengist gagnasafninu (s.s. greinar, bókarkaflar, skýrslur). Sett fram sem tilvísun (t.d. skv. APA heimildaskrárningakerfinu). Nafn höfundar. (ártal). Titill greinar. Titill tímarits, árgangur(tölublað), xx–xx. https://doi.org/xx.xxxxx/xxxxx.
Tengd gögn Önnur gögn sem tengjast gagnasafninu (s.s.aðrar gagnaskrá(r) sem tilheyra sama rannsóknarverkefni). Sett fram sem tilvísun (t.d. skv. APA heimildaskrárningakerfinu). Nafn höfundar. (ártal). Titill gagnasafns (útgáfa x) [gagnaskrá]. Nafn gagnaþjónustu. https://doi.org/xx.xxxxx/xxxxx.
Vigtun gagna Upplýsingar um á hvaða forsendum gögnin voru vigtuð (ef á við).     Gögnin eru vigtuð út frá kyni, aldri og búsetu til að leiðrétta fyrir mismunandi svarhlutfall einstakra hópa.
Svarhlutfall Upplýsingar um svarhlutfall (ef á við).     Brúttósvarhlutfall var 51,8% og nettósvarhlutfall 52,8%.